Mynd af Náðu tökum á kvíða, fælni og áhyggjum

Náðu tökum á kvíða, fælni og áhyggjum

Sjálfshjálparbók sem á erindi til allra sem vilja draga úr kvíða, streitu og áhyggjum í daglegu lífi.
Stór hluti fólks finnur reglulega fyrir kvíða og þriðji hver maður glímir við kvíðavandamál. Í bókinni eru veitt fljótvirk ráð á sviði hugrænnar atferlismeðferðar sem borið hafa sérlega góðan árangur við kvíða.

Í fyrri köflum bókarinnar er veitt fræðsla um kvíðaviðbragðið og helstu birtingarmyndir kvíða, og gefst lesendum færi á að kortleggja kvíðann hjá sér. Farið er yfir viðbrögð sem viðhalda kvíða og útskýrt ríkulega með dæmum. Í síðari köflum bókarinnar eru veittar nákvæmari leiðbeiningar um hvernig sigrast megi á algengustu formum kvíða, svo sem kvíðaköstum, áhyggjum, þráhyggju og áráttu, fælni og félagskvíða.

Sóley Dröfn Davíðsdóttir, höfundar bókarinnar, er sálfræðingur, forstjóri Kvíðameðferðarstöðvarinnar og formaður Félags um hugræna atferlismeðferð. Hún hefur lokið sérnámi í hugrænni atferlismeðferð og sérfræðingsviðurkenningu í klínískri sálfræði.

210 bls

Kilja
Verð. 3.390.-
Vörur : 0
Samtals : 0 kr.
Ganga frá pöntun
Edda útgáfa - Hádegismóar 2 (Hús Árvakurs) - 110 Reykjavík Sími 522 2000