Mynd af Matreiðslubókin mín og Mikka!

Matreiðslubókin mín og Mikka!

Loksins er Matreiðslubókin mín og Mikka aftur fáanleg! Hún kemur nú út í takmörkuðu upplagi vegna fjölda áskoranna.

Bókin, sem var ein af fyrstu matreiðslubókum á íslensku fyrir börn, hefur verið ófáanleg um langt árabil. Hún sló samstundis í gegn þegar hún var fyrst gefin út árið 1979 og var notuð óspart til að galdra fram girnilega rétti í flestum eldhúsum landsins langt fram eftir níunda áratugnum. Flestir Íslendingar sem nú eru komnir á miðjan aldur eiga góðar minningar um sínar fyrstu tilraunir í eldamennsku eftir leiðbeiningum úr þessari vönduðu bók

Nú gefst loksins tækifæri til að endurvekja gömul kynni eða kynnast í fyrsta sinn stórkostlegum uppskriftum á borð við Eggjasnaps bjarnarins Balla, Ostborgara Jóakims, Bollakökum dverganna sjö, Eggjahræru Móglis og mörgum fleirum sem lesendur fá hér langþráð tækifæri til að matreiða og njóta.

Verð. 3.290.-
Tilboð. 1.890.-
Vörur : 0
Samtals : 0 kr.
Ganga frá pöntun
Edda útgáfa - Hádegismóar 2 (Hús Árvakurs) - 110 Reykjavík Sími 522 2000