Syrpa 375 – Heppni og óheppni
ÍþróttaSYRPA af bestu gerð!
Það er komið algert blakæði í Andabæ. Andrés og Hábeinn spila saman fyrir lið Jóakims en lenda í ýmsum hremmingum á eyðieyju. Edison eyðir sumrinu á sveitabýlinu hjá Ömmu, rétt eins og Georg gerði þegar hann var ungur. Þar kemur hann sér í klandur en er fljótur að snúa því við. Jóakim og félagar fara til Kylfulands að keppa í golfi en þegar þeir missa út hvern leikmanninn á fætur öðrum þá koma varaskeifurnar sér vel. Jóhann biður Jóakim um árlega frídaginn sinn en gleymir að taka fram hvert hann vilji fara í frí.
Kilja, 256 síður.
Verð.
1.850.-