Mynd af SURTSEY í sjónmáli - ÍSLENSKA

SURTSEY í sjónmáli - ÍSLENSKA

HÆGT ER AÐ FÁ BÓKINA SENDA Á NÆSTA PÓSTHÚS GEGN 700kr GJALDI EÐA SÆKJA HANA TIL EDDU ÚTGÁFU, HÁDEGISMÓUM 2 (Hús Árvakurs).

Árið 1963 hófust eldsumbrot neðansjávar suðvestur af Vestmannaeyjum. Þegar Surtsey reis úr hafi vakti það heimsathygli og áhuga vísindamanna um víða veröld.

Þegar ljóst varð að Surtsey ætti framtíð fyrir sér gafst einstakt tækifæri til að fylgjast með baráttu hennar við atlögur sjávar og hvernig ördautt land gæddist lífi. Surtsey var strax friðlýst og þar hefur síðan verið lokað fyrir umferð annarra en vísindamanna. Sú framsýni að vernda Surtsey hefur gert það að verkum að safnast hafa verðmætar upplýsingar um myndun eldfjallaeyjar. Rannsóknir hafa verið samfelldar og gera þær Surtsey einstaka, sem jafnframt varð til þess að Surtsey var samþykkt á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna árið 2008.

Ótrúleg þróun hefur átt sér stað frá upphafi og almenningi gefst hér í fyrsta sinn einstakt tækifæri til að skyggnast inn í dulinn heim Surtseyjar og kynnast jarðfræði, framvindu gróðurs, fuglalífi og hvernig samfélag smádýra mótast. Lesendur njóta leiðsagnar sérfræðinga í sögu Surtseyjar sem segja hér hálfrar aldar þróunarsögu í leikandi máli og stórkostlegum myndum sem fæstar hafa áður komið fyrir augu almennings.

Höfundar bókarinnar:  

Erling Ólafsson (f. 1949) lauk BS-prófi í líffræði frá Háskóla Íslands 1972, hélt þá til framhaldsnáms í skordýrafræði við Háskólann í Lundi og lauk þaðan Fil.Dr.-prófi í flokkunarfræði skordýra 1991. Erling hefur starfað semskordýrafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands frá 1978. Hann hóf rannsóknir á smádýrum og fuglalífi á Surtsey árið 1970 sem líffræðinemi við Háskóla Íslands og standa rannsóknir hans enn yfir. Hann er því gjörkunnugur Surtsey og þeirri þróun sem orðið hefur á 50 ára æviskeiði hennar. Erling hefur tekið fjölda ljósmynda sem sýna þróunina sem átt hefur sér stað á Surtsey og hvernig þar er umhorfs í dag.

Lovísa Ásbjörnsdóttir (f. 1960) lauk BS-prófi í jarðfræði frá HáskólaÍslands 1984, hélt þá til framhaldsnáms í steingervingafræði við Háskólann í Árósum og lauk þaðan Cand.Scient.-prófi í míkrósteingervingafræði 1987. Hún hóf störf hjá Náttúrufræðistofnun Íslands árið 2001 við landupplýsingar og miðlun. Árin 2008–2010 starfaði hún hjá Umhverfisstofnun sem sérfræðingur friðlandsins Surtsey og kom á fót Surtseyjarstofu í Vestmannaeyjum árið 2010. Lovísa starfar nú hjá Náttúrufræðistofnun þar sem hennar helstu verkefni eru landupplýsingar og verndun jarðminja auk jarðfræðirannsókna á Surtsey


Innbundin - 224bls

Verð. 7.490.-
Tilboð. 3.490.-
Vörur : 0
Samtals : 0 kr.
Ganga frá pöntun
Edda útgáfa - Hádegismóar 2 (Hús Árvakurs) - 110 Reykjavík Sími 522 2000