Lesum meira
Umræða um mikilvægi þess að börn tileinki sér lestur hefur verið nokkur í fjölmiðlum að 
undanförnu. Samkvæmt nýlegum könnunum geta 25% ungra 15 ára drengja og 8% 15 ára stúlkna, ekki lesið sér til gagns.
Þetta er alvarleg þróun sem foreldrar og samfélagið verða að bregðast við.  


Útgáfa barnaefnis er vandmeðfarin og þýðingar á barnabókum eru þar með taldar.  
Í mörgum tilfellum hefur lesefni frá Disney verið fyrsta reynsla barna af lestri og börn og foreldrar hafa átt góðar
stundir saman við lestur bóka og tímarita frá Disney.


Við hjá Eddu útgáfu, sem gefur út Disney á Íslandi, erum meðvituð um ábyrgð okkar sem stærsti 
útgefandi barnabóka á Íslandi og höfum ávallt lagt metnað í vandaðar þýðingar á bókum okkar.  
Aðeins fagfólk kemur að útgáfu bóka og tímarita frá Disney. Til að mynda hefur hinn virti þýðandi 
Jón Stefán Kristjánsson þýtt Andrésblöðin s.l. átta ár við miklar vinsældir. 
Hann er tilnefndur til íslensku þýðingarverðlaunanna í ár.Við viljum einnig vekja athygli á því að framvegis munum við koma skilaboðum til áskrifenda á vefsíðu okkar www.edda.is undir flipanum Áskriftarþjónusta.
Á sama stað er einnig aðgengilegt yfirlit yfir útgáfu okkar (næstu bækur í bókaklúbbum) áskriftarskilmálar áskriftarleiða og fleira.


Börn þurfa gott lesefni og hvatningu til lesturs. 
Við erum öll ábyrg fyrir því að börnin fái vandað  lesefni.


Með töfrandi kveðjum,
Edda útgáfa

Vörur : 0
Samtals : 0 kr.
Ganga frá pöntun
Edda útgáfa - Hádegismóar 2 (Hús Árvakurs) - 110 Reykjavík Sími 522 2000