Skilmálar

 

Skilaréttur og ábyrgð
Almennur skilafrestur á vörum úr netverslun Eddu útgáfu eru 30 dagar, nema annað sé sérstaklega tekið fram. Hægt er að skila vöru gegn framvísun reiknings og fær viðkomandi inneignarnótu í þjónustumiðstöð Eddu útgáfu, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík.

Ef varan er gölluð borgar seljandi sendingarkostnaðinn sem fellur til við skil á vöru en annars er sendingarkostnaður á ábyrgð kaupanda.

Greiðslur
Hægt er að greiða fyrir vörur með greiðslukorti . Sendingarkostnaður bætist við verð vöru. Sendingarkostnaðurinn kemur fram er vara er pöntuð í netverslun edda.is.

Athugaðu að þegar þú verslar fleiri en eina vöru að setja allt í sömu körfuna svo að þú þurfir ekki að borga margfaldan sendingarkostnað. Ef vara er uppseld og kemur ekki aftur í sölu á edda.is endurgreiðum við kaupanda að fullu.

Netverð
Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara.

Öryggi
Það er öruggt að versla á edda.is 
Til að koma í veg fyrir misnotkun kortanúmera þegar verslað er á Netinu og varna því að utanaðkomandi geti komist yfir númerin notar edda.is örugga greiðslusíðu hjá Valitor. Um leið og viðskiptavinur ákveður að kaupa vöru fer hann inn í læst umhverfi þar sem allar upplýsingar um viðskiptin, þ.m.t. kortanúmerin eru dulkóðuð. Ógjörningur er fyrir utanaðkomandi aðila að nálgast þessar upplýsingar. Sá sem verslar í því umhverfi má vera viss um að upplýsingarnar sem hann skráir eru algjörlega varðar fyrir utanaðkomandi aðilum. 

Póstsendingar
Íslandspóstur sér um að koma öllum pökkum viðskiptavina edda.is á pósthús nálægt heimili hvers og eins. Eftir að pöntun fer úr húsi frá Eddu útgáfu þá tekur það Íslandspóst 1-3 virka daga að koma tilkynningu til skila um að viðkomandi eigi pakka á pósthúsinu.
Sendingarkostnaður er 690 krónur

Sendingarkostnaður kemur skýrt fram þegar þú afgreiðir vöruna/vörurnar úr körfunni þinni. Við minnum þig enn og aftur á að ef þú ert að kaupa fleiri en eina vöru, að velja vörurnar í sömu körfuna svo þú þurfir ekki að borga margfaldan sendingarkostnað. Ef þú ert að versla á edda.is milli landa þá er hærri sendingarkostnaður.

Annað

Pantanir eru teknar til samdægurs eða næsta virka dag eftir að pöntun er lögð inn í netverslun edda.is. Ef vara er ekki til á lager höfum við samband við kaupanda.

Engar persónuupplýsingar eru seldar eða látnar í té til þriðja aðila.
 

Vörur : 0
Samtals : 0 kr.
Ganga frá pöntun
Edda útgáfa - Hádegismóar 2 (Hús Árvakurs) - 110 Reykjavík Sími 522 2000
Edda á Facebook