SURTSEY – Í SJÓNMÁLI!
Árið 1963 hófust eldsumbrot neðansjávar suðvestur af Vestmannaeyjum. Þegar Surtsey reis úr hafi vakti það heimsathygli og áhuga vísindamanna um víða veröld.
Ótrúleg þróun hefur átt sér stað frá upphafi og almenningi gefst hér í fyrsta sinn einstakt tækifæri til að skyggnast inn í dulinn heim Surtseyjar og kynnast jarðfræði, framvindu gróðurs, fuglalífi og hvernig samfélag smádýra mótast. Lesendur njóta leiðsagnar sérfræðinga í sögu Surtseyjar sem segja hér hálfrar aldar þróunarsögu í leikandi máli og stórkostlegum myndum sem fæstar hafa áður komið fyrir augu almennings.
Höfundar bókarinnar
Erling Ólafsson (f. 1949) lauk BS-prófi í líffræði frá Háskóla Íslands 1972, hélt þá til framhaldsnáms í skordýrafræði við Háskólann í Lundi og lauk þaðan Fil.Dr.-prófi í flokkunarfræði skordýra 1991. Erling hefur starfað semskordýrafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands frá 1978. Hann hóf rannsóknir á smádýrum og fuglalífi á Surtsey árið 1970 sem líffræðinemi við Háskóla Íslands og standa rannsóknir hans enn yfir. Hann er því gjörkunnugur Surtsey og þeirri þróun sem orðið hefur á 50 ára æviskeiði hennar. Erling hefur tekið fjölda ljósmynda sem sýna þróunina sem átt hefur sér stað á Surtsey og hvernig þar er umhorfs í dag.
Lovísa Ásbjörnsdóttir (f. 1960) lauk BS-prófi í jarðfræði frá HáskólaÍslands 1984, hélt þá til framhaldsnáms í steingervingafræði við Háskólann í Árósum og lauk þaðan Cand.Scient.-prófi í míkrósteingervingafræði 1987. Hún hóf störf hjá Náttúrufræðistofnun Íslands árið 2001 við landupplýsingar og miðlun. Árin 2008–2010 starfaði hún hjá Umhverfisstofnun sem sérfræðingur friðlandsins Surtsey og kom á fót Surtseyjarstofu í Vestmannaeyjum árið 2010. Lovísa starfar nú hjá Náttúrufræðistofnun þar sem hennar helstu verkefni eru landupplýsingar og verndun jarðminja auk jarðfræðirannsókna á Surtsey
Innbundin - 224bls
Tengdar vörur
- Surtsey is a unique island. Fifty years have passed since Surtsey´s history began with an eruption on the ocean floor southwest of the Vestmannaeyjar archipelago in 1963. A marvellous opportunity for geological and biological research was granted, marking the start of an uninterrupted, globally unique research programme that lasted 50 years. The eruption is the longest one ever observed in Iceland.