Mynd af RISASYRPA – Botnlaus byggingarvinna

RISASYRPA – Botnlaus byggingarvinna

Skelltu þér í vinnugallann og taktu þátt í botnlausri byggingarvinnu með íbúum Andabæjar.

Sumum íbúum Andabæjar finnst að lífið eigi að vera botnlaus byggingarvinna og taka þátt í uppbyggingu og endurbótum eins og þeir ættu lífið að leysa. En aðrir láta sér fátt um finnast.

Jóakim reisir háhús, leggur hraðbrautir, endurgerir hús og byggir keppnisvelli, þrátt fyrir hindranir á borð við drauga, gull, reglugerðir og mengun. Andrésína endurhannar og betrumbætir húsið sitt en Andrés berst fyrir því að fá að hafa sitt hús í friði og reynir líka fyrirsér sem arkítekt. Mikki ræður sig í vafasama byggingarvinnu og ásamt Mínu lendir hann í stórhættu þegar óprúttinn nánungi fer að steypa risasteina úr sjávarsementi. Málþing uppfinningamanna endar á annan hátt en Georg hafði hugsað sér og Addi og vinir hans reisa sér glæsilegt trjáhýsi sem verður fljótt óþægilega vinsælt.

512 bls fullar af fjöri!

Verð. 2.890.-
Tilboð. 2.390.-
Vörur : 0
Samtals : 0 kr.
Ganga frá pöntun
Edda útgáfa - Hádegismóar 2 (Hús Árvakurs) - 110 Reykjavík Sími 522 2000