Mynd af Syrpa 365 – Fyrsti skildingurinn

Syrpa 365 – Fyrsti skildingurinn

Hvar er eiginlega happaskildingurinn?! Hann er vanalega geymdur á góðum stað í peningageymi Jóakims. En núna rúllar skildingurinn fram og til baka í Andabæ ...

Jóhann og Pikkólína halda bæði að Jóakim ætli að reka sig. Þau grípa til örþrifaráða en svo kemur í ljós að þau höfðu ekkert að óttast. Jóakim, Andrés, Hexía, Mína, Fiðri og Þrúða lenda öll saman í ótrúlegu ævintýri, þar sem þau hjálpast öll að við að losna úr prísund. Jóakim biður Ömmu um hjálp við að betrumbæta eplaterturnar sínar. Hún sýnir honum hvernig Blesendurnar hafa gert sínar í áranna raðir og af hverju þær eru svona vel heppnaðar. Mikki Mús er kallaður í fangelsið að hitta doktor Aspar sem hefur ótrúlega sögu að segja. Í framhaldi af því blandast Svarti Pétur í málið og ýmislegt gengur á.

Verð. 1.740.-
Vörur : 0
Samtals : 0 kr.
Ganga frá pöntun
Edda útgáfa - Hádegismóar 2 (Hús Árvakurs) - 110 Reykjavík Sími 522 2000