Syrpa 368 – Andagildran
Það er snjóþungt og vindasamt kvöld og hópur kunnuglegra boðsgesta er mættur í Svanakastalann! En hvað eru Andrés, Andrésína, Georg og Jóakim að gera þar? Flóki og Birgitta ferðast til Rómaborgar í leit að fornum fjársjóðum Júlíus Sesars. En Jói Rokkafellir og Láki fylgja fast á eftir þeim og gera þeim erfitt fyrir.
Andrésína hjálpar Jóakim að taka til í minjagripunum sínum og hann segir henni fallega sögu af bleikum frakka sem hann fékk í Klondike. Andrés og Jóakim keppa í pönnukökukeppni með óvæntum úrslitum. Ungfrú Pikkólína þarf að taka í taumana þegar Jóakim skrópar á fundi. Með hjálp Georgs og Jóhanns nær hún að bregða sér í gervi Jóakims og ná samningum fyrir hans hönd.
Verð.
1.740.-