STYTTRI
Í bókinni STYTTRI segir dr. Alex S. Pang, framtíðarfræðingur í Kísildalnum í Bandaríkjunum, frá rannsókn sinni á fjölda fyrirtækja og stofnana um heim allan sem stytt hafa vinnutíma starfsfólks eftir ýmsum ólíkum leiðum.
Niðurstaða hans er sú að styttingu vinnuvikunnar verði ekki náð fram með einu einföldu pennastriki, endurhanna þurfi vinnudaginn svo vel megi takast og beita svokallaðri hönnunarhugsun í ferlinu til að hámarka árangur. Mikilvægt sé að allir taki þátt í þeirri vinnu, jafnt stjórnendur sem aðrir starfsmenn. Þannig geti breytingin leyst úr læðingi mikla krafta og aukið framlegð og afköst.
Það er til mikils að vinna!
Úr bókinni:
„Ef þú ert stjórnandi eða eigandi fyrirtækis mun þessi bók þræða þig eftir þeirri leið sem þú getur farið til að innleiða fjögurra daga vinnuviku eða sex stunda vinnudag: hvernig þú getur mótað tilraunatímabil; hvernig þú getur selt viðskiptavinum og fjárfestum hugmyndina, hvernig þú getur fengið starfsfólk þitt með á vagninn; hvernig hægt er að endurhanna fundi, tækni og vinnudaginn sjálfan til þess að hann verði einbeittari, skilvirkari og afkastameiri; og hvernig hægt er að leggja mat á árangurinn.
Ef þú ert starfsmaður fyrirtækis sem lætur á þetta reyna mun þessi bók styðja þig á vegferðinni með því að benda þér á pyttina til að varast, undirstrika tækifærin og tiltaka ávinninginn sem hlýst af styttri vinnuviku. Ef þú vilt sannfæra yfirmann þinn um að styttri vinnuvika yrði af hinu góða fyrir teymið þitt eða deildina sem þú starfar við mun þessi bók aðstoða þig við að færa fram réttu rökin og ef þú ert sjálfstætt starfandi getur þessi bók reynst hjálpleg fyrir þig til að finna leiðir til að vinna með skilvirkari og sjálfbærari hætti.“