Áskriftarskilmálar Eddu útgáfu


Skilmálar þessir gilda fyrir áskriftarklúbba Eddu útgáfu, 710800 3590 (Andrés Önd, Syrpu, Disneyklúbbinn og Disney kríli)
hér eftir nefnt einu nafni: Edda.



1. grein  - Áskrift
Áskriftargjald hvers mánaðar er greitt eftir á samkvæmt þeim gjaldskrár- og uppgjörsreglum sem eru í gildi á hverjum tíma hjá Eddu. 
Gjalddagi áskrifta er 3. hvers mánaðar og eindagi 5 dögum síðar.

Áskrift er bindandi fyrstu 5 mánuði eftir skráningu - eftir þann tíma er hún bundin þar til henni er sagt upp skriflega með
tölvupósti eða á annan sannanlegan hátt (á ekki við um kynningar, gjafaáskriftir eða fyrirfram greiddar áskriftir).
Uppsagnarfrestur ótímabundinna áskriftarsamninga er einn mánuður og uppsögn skal miðast við mánaðamót.

2. grein  - Greiðslufyrirkomulag
Sé reikningur ekki greiddur á eindaga skal áskrifandi greiða dráttarvexti, eins og þeir eru ákveðnir samkvæmt III.
kafla laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, frá og með gjalddaga til greiðsludags. Innheimtuviðvörun er send
15 dögum eftir eindaga kröfu en sérstakt gjald vegna innheimtuviðvörunar leggst á kröfu við útsendingu hennar.

100kr þjónustugjald leggst á hverja kröfu sem greiðist í banka/heimabanka.

Hafi áskrift ekki verið greidd innan 60 daga fellur samningurinn úr gildi.  Edda áskilur sér rétt til að setja skuldina
í innheimtu að undangenginni viðvörun sem áskrifanda berst í pósti miðað við þær greiðsluupplýsingar sem
áskrifandi hefur látið Eddu í té.

Kjósi áskrifandi sem greiðir áskriftargjaldið reglulega með greiðslukorti eða beingreiðslu að gera breytingar á áskrift,
hvort heldur er varðandi samsetningu áskriftar sem greitt er fyrir eða greiðslumáta áskriftargjaldsins, ber
honum að tilkynna slíkar breytingar til Eddu útgáfu.

3. grein - Samskipti
Edda áskilur sér rétt til að eiga í markaðssamskiptum við áskrifanda og eða greiðanda áskriftar, í gegnum síma,
markpóst eða tölvupóst, á meðan áskriftartímabili stendur. Hætti áskrifandi í áskrift áskilur Edda sér rétt til að eiga
í markaðssamskiptum við viðkomandi í gegnum síma, markpóst eða tölvupóst, í samræmi við ákvæði persónuverndarlaga nr. 77/2000 og fjarskiptalaga nr. 81/2003.


4. grein - Höfundaréttur
Vörur sem sendar eru á áskrifanda að áskriftarklúbbum Eddu eru einungis ætlaðar til einkanota.
Öll afritun, fjölritun og endurbirting er óheimil í hvaða formi sem er. Edda áskilur sér rétt til tafarlausrar
uppsagnar á þjónustu,án endurgreiðslu, brjóti áskrifandi á höfundarrétti Eddu.

5. grein - Aðsetur og upplýsingar
Áskrifanda ber að tryggja að upplýsingar um heimilisfang, greiðsluupplýsingar og aðrar upplýsingar séu sem réttastar
og ber áskrifanda að tilkynna allar breytingar er við eiga til þjónustudeildar Eddu.

6. grein - Verðbreytingar
Edda áskilur sér rétt til verðbreytinga á áskriftargjaldi en þó þannig að það sé tilkynnt með a.m.k. góðum fyrirvara
á þjónustusvæði áskrifenda á vefsíðu Eddu.

7. grein - Dreifing útgáfu
Andrés Önd kemur út vikulega og er dreift á þriðjudögum.  Syrpan , Disneyklúbbs- og Disneykrílabækur koma út í hverjum mánuði. 

Þessum bókum er dreift  til áskrifenda og til móttöku á þann stað sem hann óskar eftir (póstkassa, í tölvupósti eða annan stað).  

8. grein - Breytingar á áskriftarskilmálum
Edda áskilur sér rétt til þess að breyta áskriftarskilmálum þessum. Breytingar skulu kynntar viðskiptavinum
með tveggja vikna fyrirvara á þjónustusvæði áskrifenda á vefsíðu Eddu. Breytingar skulu vera kynntar ásamt
rétti áskrifanda til að segja upp áskrift vegna breytinganna.

9. grein - Óviðráðanleg ytri aðstæður
Það skal ekki teljast brot á efndum Eddu ef fyrirtækinu er ókleift að veita þjónustu vegna óviðráðanlegra ytri aðstæðna
svo sem er varða dreifingu, prentun eða verkföll starfsmanna.

10. grein - Ágreiningur

Rísi ágreiningur um túlkun og skýringu á skilmálum þessum skal leitast við að ná sáttum með sanngirni að leiðarljósi,
en annars má reka mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.


Áskriftarskilmálar þessir gilda frá 1. apríl  2017.



Vörur : 0
Samtals : 0 kr.
Ganga frá pöntun
Edda útgáfa - Hádegismóar 2 (Hús Árvakurs) - 110 Reykjavík Sími 522 2000